top of page

Ráðstefna

Vorönn 2020

Þetta er án efa stærsta verkefni annarinnar. Verkefnið snýst um að búa til hóp eða samtök sem halda ráðstefnu um umhverfisáhrif. Samtökin þurfa nafn, stefnumál, áherslur og kennimerki. Auk þess þurftum við að hanna öll gögn í kringum ráðstefnuna þ.e. auglýsingar, dreifibréf, barmmerki, tvo aukahluti, dagskrá, möppu, umbúðir, matseðil og app.

"The True Cost" er heimildarmynd eftir Andrew Morgan sem fjallar um þróun tískuiðnaðarins úr hóflegri ársfjórðungsframleiðslu yfir í risann sem framleiðir nýja fatalínu í hverri viku. Hvernig ná fyrirtæki eins og H&M að selja okkur fatnað hræódýrt? Hverjir búa til fötin okkar og hvernig eru vinnuaðstæður þeirra? Hvað verður um fötin sem seljast ekki?

 

Hver er raunverulegi kostnaður skynditískunnar?

Undirbúningur

Ég hóf verkefnið með því að fara í góða rannsóknavinnu til að finna út hvaða málefni ég vildi taka fyrir í ráðstefnunni. Ég las margar greinar en mundi svo eftir heimildarmynd sem ég sá fyrir nokkrum árum. 

"The True Cost" eftir Andrew Morgan. Ég ákvað í skyndi að horfa á hana aftur en í þetta sinn glósaði ég. Eftir gott áhorf fann ég bullandi innblástur til að hefja þetta verkefni. 

Samtökin

Samtökin mín heita Miðstöð íslenskra neytenda (MÍN) og markmið þeirra er að sporna við aukinni neysluhyggju vestræns samfélags á Íslandi.

 

Samtökin ætla að fræða almenning um áhrif skynditísku, ábyrga neyslu, naumhyggju, áhrif auglýsinga og í leiðinni auka meðvitund samfélagsins um hvaðan vörurnar koma og hvernig þær eru framleiddar.

Kennimerki

Eftir að hafa gefið samtökunum nafn og ákveðið áherslur fór ég að skissa lógó. Ég byrjaði að prófa mig áfram að teikna peysur að halda utan um skammstafina, innkaupapoka, verðmiða, barmmerki og innkaupakörfu. Ég hélt áfram þar til ég rakst á innkaupakerru. Ég sá fyrir mér að hafa skammstafi samtakanna troðna í innkaupakerruna til að merkja ofneyslu og neysluhyggju. Mér fannst það vera skemmtileg hugmynd og ákvað að vinna með það áfram í Adobe Illustrator.

Síðan valdi ég tvo græna liti til að merkja hvað samtökin gætu leitt gott af sér fyrir umhverfið okkar. Svo skellti ég saman í litla brandbók sem sýnir hvernig má nota kennimerkið.

Brandbók

Ráðstefnan

Ráðstefnan fjallar um áhrif skynditísku á umhverfið og samfélagið. Tískuiðnaðurinn hefur breyst mikið á síðustu árum. Venjan var sú að 4 fatalínur voru gerðar á einu ári; sumar, haust, vetur og vor. Því skipulagi hefur verið hent út um gluggann og nú virkar tískugeirinn á allt annan hátt. Í dag eru mörg fatafyrirtæki að framleiða nýja fatalínu á viku fresti, það eru 52 fatalínur á ári hjá mörgum mismunandi fyrirtækjum. Þessi föt eru hræódýr því vinnuaflið er staðsett í löndum með verra efnahagslíf og lægri lágmarkslaunum. Ráðstefnan skoðar sérstaklega neysluhegðun íslendinga og hverjar afleiðingarnar eru. Við höfum séð aukna erlenda netverslun á Íslandi seinustu ár, þá sérstaklega hjá svokölluðum skynditísku fyrirtækjum. Íslendingar henda mikið af textílvörum í ruslið, sem enda á ruslahaugum og tekur 200 ár að brotna niður.


Með ráðstefnunni vill Miðstöð íslenskra neytenda efla gagnrýna hugsun og fræða almenning um mikilvægi þess að kynna sér hvaðan vörurnar koma, hvetja til að kaupa minna og kaupa meðvitað. Hvert er hlutverk okkar sem neytenda? Við sem viðskiptavinir skiptum miklu máli í þessu kaupóða kerfi og getum haft mikil áhrif.


Ráðstefnan fjallar líka um hvað við getum gert á Íslandi. Versla notuð föt, skiptast á fötum, nota gömul föt lengur, gera við flíkur og fjárfesta í vel unnum fötum sem endast í mörg ár.

Útlit ráðstefnunnar

Það var eitt sem ég vissi og það var að ég vildi alls ekki nota grænan í ráðstefnuna. Ég vildi skapa rólega stemningu í gegnum gögnin. Fyrst fór ég að skoða textílefni á pinterest og þar rakst ég á litapalletu af linen textílefnum. Palletan inniheldur fimm liti; rauðan, brúnan, sand brúnan, linen grábrúnan og ljós gráan. Ég sparaði rauða og brúna litinn í fyrirsagnir á meðan hinir litirnir fengu að spreyta sig í bakgrunni og texta.

Leturgerðirnar sem ég valdi í gripina voru Avenir og Renogare. Avenir notaði ég í allt nema fyrirsagnir, Renogare fékk að sjá um það.

  • Forsíða

  • Um samtökin

  • Um fyrirlesara

  • Styrktaraðilar

Dagskráin er landscape A4 í túristabroti. Hjá sjálfri dagskránni bjó ég til grafík af hólum með klippimyndum af textílefnum sem merkir ruslahaug af  textílefnum. 

  • Dagskráryfirlit

  • Um ráðstefnuna

Dagskrá

Prentformar

Auglýsingar

  • Skjáauglýsing fyrir LED strætóskýli

  • Fá orð og þykkt, jafnt letur fyrir akandi umferð

  • Sterk skilaboð sem vekja áhuga

  • Einfalt og sjónrænt

  • Auglýsing í Fréttablaðið

  • Negatívt letur

  • 80 dsm

  • 4 dálkar x 20 cm hæð

  • Sterk fyrirsögn

  • Upplýsingar um skráningu

  • Um ráðstefnuna og samtökin

Dreifibréf

Dreifibréfið er sent til heimila og fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu. Á dreifibréfinu kemur fram smá texti um ráðstefnuna og samtökin sem halda hana. Ég kom með þá hugmynd að skera út þríhyrning úr dreifibréfinu og búa til grafík sem líkist herðatré á báðum hliðum.

Barmmerki

Fjölföldun

Matseðill

Mappa

Umbúðirnar innihalda lyklakippuhring með merktum efnisbútum. Ég sá fyrir mér að þetta væri aukahlutur fyrir fyrirlesturinn hjá Láru Dagmarsdóttur, fatahönnuði. Hún mun fjalla um mismunandi textílefni og hvernig má þekkja vel unna flík frá slæmri

Umbúðir

Aukahlutir

  • Tautaska með kennimerki

  • Lyklakippa með kennimerki

Frumgerð af appi

Appið var unnið í Adobe XD og inná appinu er hægt að nálgast helstu upplýsingar um ráðstefnuna, samtökin og dagskránna.

Hægt er að skoða appið með því að skanna qr kóðan af myndinni.

bottom of page