top of page
Stuttmynd

Gleym mér ei
Árið 2017 útskrifaðist ég sem stúdent af kvikmyndabraut úr Borgarholtsskóla. Lokaverkefnið var að skrifa, taka upp og klippa stuttmynd. Ég er stolt af þessari mynd því ég lærði svo mikið við gerð hennar. Já, sagan er frekar mikil klisja og hún er ekkert brjálæðislega vel skrifuð en ég sé ekki eftir neinu. Reynslan sem ég fékk við að búa til þessa stuttmynd er ómetanleg og þykir mér vænt um alla þá sem aðstoðuðu mig við gerð hennar.
bottom of page